Flugeldafikt olli sinubruna

Leikur ungmenna með skotelda olli því að sinueldur kviknaði austan í Fjallinu eina á Selfossi laust fyrir miðnætti í nótt.

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi fékk boð um eldinn klukkan 23:50 og samkvæmt upplýsingum sunnlenska.is var talsverður eldur í upphafi og bálhvasst á staðnum.

Slökkvistarf gekk hins vegar mjög vel og tókst slökkviliðsmönnum að hefta útbreiðslu eldsins snarlega, en á þessu svæði er stutt í gróinn skóg og lyngmóa þar sem erfitt getur reynst að glíma við sinueld.

Fyrri greinSelfoss úr leik eftir vítaspyrnukeppni
Næsta greinDægurlagafélagið syngur fyrir Tönju Kolbrúnu