Málningarvöruverslunin Flügger opnar á nýjum stað á Selfossi í dag, fimmtudag, að Austurvegi 69.
„Skipulag Selfoss er að breytast. Stórt og skemmtilegt verslunarsvæði hefur verið að myndast og stækka við Austurveginn. Þar eru einnig fleiri verslanir sem bjóða uppá vörur og þjónustu tengdar framkvæmdum og það hentar okkur að eiga þannig nágranna,“ segir Karen Anna Guðmundsdóttir, verslunarstjóri Flügger á Selfossi, í samtali við sunnlenska.is.
Fimmtán ár eru síðan Flügger opnaði málningarvöruverslun á Selfossi og segir Karen Anna að Sunnlendingar hafi tekið þeim afar vel frá fyrsta degi.
„Í nýju versluninni er stór litabar til að auðvelda litavalið sem sýnir mismunandi tegundir af málningu sem eru í boði. Hjá Flügger er að finna yfir 40.000 liti. Við erum með sérstök framstillingarsvæði sem eru innréttuð með húsgögnum frá ILVA og okkar vöruúrvali sem ætluð eru til að veita fólki innblástur í sín verkefni. Verslunin er björt, stór með þæginlegu aðgengi og nægum bílastæðum,“ segir Karen Anna.
„Við erum afar stolt af nýju versluninni og bjóðum alla velkomna að kíkja við í kaffi. Við verðum með sérstakt opnunarpartý 9. og 10. júní, ásamt tilboðum, köku og gjafapokum á meðan birgðir endast. Við minnum einnig á Andelen samstarfsverkefnið okkar en Ungmennafélag Selfoss er einmitt í Andelen. Það þýðir að ef fólk ætlar sér í framkvæmdir getur það valið að versla við Flügger, fá 20% afslátt af sínum kaupum og 5% af kaupunum renna til Umf. Selfoss,“ segir Karen Anna að lokum.