Flugmaður paramotors, sem brotlenti við Hlíðarvatn í Ölfusi síðastliðinn laugardag, hlaut alvarleg meiðsli í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús.
Maðurinn var ekki talinn í lífshættu en í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að hann hafi fallið til jarðar „úr einhverri hæð“.
Paramotor er svifvængur sem flugmaðurinn situr neðan í, með mótor að baki sér. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar tildrög slyssins.