Flugveisla á Hellu og loftbelgsferðir í boði

Ljósmynd/Allt sem flýgur

Flughátíðin „Allt sem flýgur“ hefur verið haldin á Helluflugvelli um árabil og er alltaf vel sótt. Í ár verður hátíðin haldin 12.-14. júlí auk þess sem Íslandsmótið í vélflugi fer fram 9.-12. júlí.

Loftbelgur verður einnig á svæðinu alla vikuna og geta allir áhugasamir skráð sig hér og komist þannig á biðlista til að komast í flugferð.

Á hátíðinni gefst gestum færi á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Flugsýningar eru frá morgni til kvölds, gestir geta skoðað vélarnar, setið við flugbrautina og notið flugveislunnar alla helgina. Karamellukast úr flugvél verður á laugardeginum fyrir krakkana og gestgjafarnir bjóða svo til kvöldvöku í flugskýlinu um kvöldið.

Nánar má lesa um hátíðina á Facebook-síðu hennar.

Fyrri greinReynir bjargaði stigi á elleftu stundu
Næsta greinKira Kira á tónleikum í Strandarkirkju