Flugvél brotlenti nálægt Sandbakka í Flóahreppi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Flugmaðurinn slapp ómeiddur en flugvélin er illa farin.
Morgunblaðið greinir frá þessu en klukkan 19:51 í gærkvöldi barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarboð frá íslenskum flugvélaneyðasendi. Í kjölfarið var haft samband við flugmann vélarinnar sem sagðist hafa brotlent vélinni á leiðinni að flugvellinum á Selfossi.
Landhelgisgæslan gerði Neyðarlínu og lögreglu viðvart og voru sjúkrabíll og lögregla send á vettvang.