Í byrjun ársins 2014 mun Matvælastofnun á Selfossi taka yfir störf tuga búfjáreftirlitsmanna sem í dag starfa í hlutastörfum á vegum sveitarfélaga um allt land og sinna öflun hagtalna í landbúnaði ásamt almennu búfjáreftirliti.
Samhliða flutningi þessara verkefna frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar mun stofnunin annast framkvæmd nýrra laga um velferð dýra, en ábyrgð á framkvæmd núgildandi dýraverndarlaga var flutt til Matvælastofnunar frá Umhverfisstofnun á þessu ári.
Velferð gæludýra er því nýtt verkefni hjá stofnuninni, en hundruð ábendinga berast Matvælastofnun vegna dýravelferðar, sem er ört vaxandi málaflokkur sem fólk lætur sig varða.