Kl. 12:37 barst tilkynning um köfunarslys í Silfru á Þingvöllum. Lögregla frá Selfossi og sjúkrabílar þaðan auk sjúkraliðs frá höfuðborgarsvæðinu fóru á vettvang.
Einnig var Þyrla Landhelgisgæslu kölluð til og var sjúklingurinn, sem er erlend kona á fimmtugsaldri, flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlunni.
Hún andaði þá af sjálfsdáðum en meðvitund var mjög skert.
Lögregala er enn á vettvangi og unnið er að rannsókn málsins. Frekari upplýsingar um tildrög þess liggja ekki fyrir.