Flutt með þyrlu eftir slys við Hengilinn

Þyrla Landhelgisgæslunnar mætir á vettvang. Ljósmynd/Björgunarsveitin Björg

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á sjúkrahús í dag en konan hafði runnið til og slasast rétt við Hengilinn fyrir innan Hellisheiðarvirkjun. Útkallið barst um klukkan 13:56.

Björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka, Björgunarfélag Árborgar og Hjálparsveit skáta í Hveragerði voru kallaðar á vettvang ásamt sjúkraflutningafólki frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Búið var um konuna áður en þyrlan flutti hana af vettvangi.

Þá greinir Ríkisútvarpið frá því að björgunarsveitir hafi komið konu til hjálpar í dag, en hún hafði villst af leið við Strákagil nálægt gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Konan var á leiðinni úr Básum og gat sent neyðarboð í gegnum þjónustu Garmin. Björgunarfólk úr Básum hélt á eftir konunni og fylgdi henni síðan sömu leið til baka.

UPPFÆRT KL. 22:50

Fyrri greinUppsveitir og KFR töpuðu
Næsta greinSara Dröfn til liðs við Selfoss