Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu úr Laugavegshlaupinu í dag, eftir að hún veiktist skyndilega í miðju hlaupi.
Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Silju Úlfarsdóttur, eins skipuleggjenda hlaupsins, að konan sé í stöðugu ástandi og með meðvitund.
Silja segir að konan hafi ekki dottið eða slasað sig, heldur hafi hún skyndilega orðið mjög slöpp og flutti þyrlan hana á Landspítalann.