Betur fór en á horfðist þegar fólksbíll valt í Kömbunum á þriðja tímanum í dag. Ökumaðurinn var einn á ferð og er hann aðeins talinn lítillega slasaður.
Tildrög slyssins eru ekki ljós en bíllinn valt nokkrar veltur út fyrir veg og var ökumaðurinn með skerta meðvitund þegar sjúkraflutningamenn bar að garði. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var kallað á vettvang en beita þurfti klippum til að ná ökumanninum út úr bílnum.
Hann var síðan fluttur á slysadeild Landspítalans en þá var hann kominn til fullrar meðvitundar og er aðeins talinn lítillega slasaður að sögn lögreglunnar á Selfossi.