Karlmaður var handtekinn skömmu eftir hádegi síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa ekið á þrjár bifreiðar á Selfossi.
Þegar til hans náðist skömmu síðar reyndist hann svo ölvaður að lögreglumenn urðu að bregða á það ráð að flytja hann í hjólastól inn í fangageymslu þar sem hann var vistaður til næsta dags en þá fyrst var hægt að yfirheyra hann.
Maðurinn viðurkenndi að hafa ekið á bifreiðarnar þrjár en neitaði að hafa verið ölvaður þegar það gerðist.
Vitni hafa gefið skýrslu og beðið er eftir niðurstöðu blóðrannsóknar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.