Einn var fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að jeppabifreið valt útaf Kjalvegi við Sandá síðdegis í dag.
Þyrla Gæslunnar var við æfingar í næsta nágrenni þegar útkallið barst og gat því brugðist skjótt við. Fjórir aðrir voru í bílnum og voru meiðsli þeirra minniháttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Ekki er vitað um líðan þess slasaða sem fluttur var með þyrlunni.
Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en þau eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.