Flytja ekki lifandi kamínur

Vilberg Tryggvason á Flúðum fékk athyglisvert svar frá íslensku skipafélagi þegar hann óskaði eftir tilboði í flutning á vöru til landsins nýverið.

Fulltrúi skipafélagsins svaraði Vilberg í tölvupósti og greindi frá því að félagið tæki ekki að sér innflutning á lifandi dýrum. Það væri hins vegar mögulegt með flugi og því var honum bent á annan flutningsaðila sem gæti mögulega aðstoðað.

„Ég var hissa á svörunum sem ég fékk, þar sem ég var að biðja um verð í flutning á kamínu,“ sagði Vilberg léttur í lundu í samtali við sunnlenska.is. „Ég bað um flutning á 220 kílóa kamínu, hverskonar kanína er það?“

Fyrri greinHelgi Haralds: Vinnum faglega og hugsum til framtíðar
Næsta greinNaumt tap á útivelli