Í síðustu viku fékk lögreglan á Selfossi tilkynningar um innbrot í þrjá sumarbústaði í Bláskógabyggð. Tveir bústaðirnir eru í Brekkuskógi og sá þriðji í Reykjaskógi.
Svipað verklag var við innbrotinn sem öll áttu sér stað einhvern virkan dag í síðustu viku. Gluggar eða hurðir voru spenntar upp til að komast inn og rótað í skápum.
Flatskjáum var stolið úr öllum bústöðunum. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.
Undanfarið hefur borið á innbrotum í bústaði á þessu svæði og eru þeir sem dvelja í bústöðunum virka daga eru beðnir um að hafa augun hjá sér gagnvart grunsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.