Björgunarsveitir af öllu Suðurlandi voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna fólks sem var í sjálfheldu í Klifurárgili, sunnan Mýrdalsjökuls.
RÚV greinir frá þessu.
Neyðarkall barst rétt fyrir klukkan sex. Fólkið hafði lent í svartaþoku, en slæmt símasamband var á svæðinu og því gekk illa að staðsetja fólkið. Þegar þokunni létti náði fólkið að færa sig til og komast í betra símasamband, en aukinn mannskapur var kallaður út þar sem óttast var að ekki væri hægt að finna fólkið fyrir myrkur.