Laust fyrir klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi kallaðar út vegna fólks sem bað um aðstoð ofan Reykjadals.
Fólkið var á göngu að heita læknum í Reykjadal en hélt svo áfram upp á Hellisheiðina og lenti í vandræðum í bröttu fjallendi efst í dalnum.
Þrír hópar björgunarmanna eru nú á leið til fólksins úr tveimur áttum. Veður og aðstæður eru góðar á svæðinu svo vonast er til að björgun gangi vel en óvíst er á þessari stundu hversu tímafrek hún verður.