Mjög hvasst var í gær og ekkert ferðaveður austan við Vík í Mýdal. Fólk var veðurteppt í Vík og á Kirkjubæjarklaustri, en rokinu fylgdi mikið ösku og sandrok.
Við Lómagnúp fóru vindhviðurnar upp í tæpa 40 metra á sekúndu og á Mýrdalssandi í tæpa 30 metra.
Lögreglan varaði erlenda ferðamenn við að fara um þessa leið á húsbílum sínum. Í dagbók lögreglu kemur fram að tjón hafi orðið á bifreiðum, skemmdir á rúðum og lakki, vegna sandfoks.
Í dag er varað við sandfoki á Mýrdalssandi, Skeiðarársandi og við Lómagnúp.