Fólksbíll og rúta rákust saman við Tungufljót

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Viðbragðsaðilar eru nú á leið á vettvang þar sem umferðaróhapp varð við brúna yfir Tungufljót, skammt austan við Geysi.

Þar rákust saman fólksbíll og rúta með samtals sjö manns í.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi munu ekki hafa orðið slys á fólki en við áreksturinn sprungu líknarbelgir þannig að brugðist er við í samræmi við að mögulegt sé að einhverjir áverkar séu.

Vegurinn er lokaður en hjáleið er um Brúarhlöð eftir Skeiða- og Hrunamannavegi.

UPPFÆRT KL. 18:04: Viðbragðsaðilar hafa lokið vinnu á vettvangi og vegurinn því opinn allri umferð á ný.

Fyrri greinLögreglan óskar eftir að ná tali af manni og konu á Selfossi
Næsta greinLeikskóli í Dísarstaðalandi tilbúinn á næsta ári