Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað að veitingasal við Efstaland í Ölfusi í gærkvöldi eftir að eldur kom upp á staðnum.
Neyðarlínan fékk boð um eldinn klukkan 22:52 og var fyrsti bíll frá slökkviliðinu mjög fljótur á vettvang.
„Það kviknaði í undir klæðningu á útvegg en varðstjórinn okkar var staddur mjög nálægt og þegar hann kom á staðinn voru húsráðendur búnir að tæma úr nokkrum slökkvitækjum og slá á eldinn,“ sagði Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri, í samtali við sunnlenska.is.
„Þetta er mjög stórt hús, þannig að þarna fór betur en á horfðist,“ bætti Lárus við en slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi mættu á staðinn og reykræstu húsið.