Fór í gönguferð á milli hreppa

Björgunarsveitir frá Árborg og Hveragerði voru kallaðar út eftir hádegi í dag til að leita að 8 ára barni sem týndist á mýrunum fyrir ofan Stokkseyri.

Útkallið var hinsvegar afturkallað fljótlega en barnið fannst heilt á húfi. Það hafði fengið sér göngutúr á milli hreppa og skilaði sér á bæ í Gaulverjabæjarhreppi. Gönguleiðin er nokkuð löng, 4 km í beinni loftlínu en 8 km eftir vegi.

Fyrri greinKallað eftir gögnum frá verktökum
Næsta greinEngar siglingar heimilar í Landeyjahöfn