Nokkur slys urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Meðal annars slasaðist stúlka á bæ í Rangárvallasýslu þegar hún lenti með hönd í ullartætara.
Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.
Erlendur ferðamaður er talinn mjaðmargrindarbrotinn eftir fall við Fjallsárlón og annar slíkur féll við Jökulsárlón og slasaðist.
Þá slösuðust hjón þegar vélsleði sem þau óku um Sólheimajökul valt. Talið er að bæði hafi handleggsbrotnað við slysið.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.