Fór úr axlarlið við Geysi

Erlendur ferðamaður fór úr axlarlið er hann féll við Geysi í Haukadal síðastliðinn laugardag. Hann var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Selfossi þar sem öxlinni var komið í liðinn.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að ellefu minni háttar umferðaróhöpp hafi verið skráð um helgina og voru þau öll án slysa á fólki.

Fyrri greinJón Steingrímur verðlaunaður fyrir afburða árangur
Næsta grein4G samband í Úthlíð