Fór útaf í slabbi

Bílvelta varð á Suðurlandsvegi, skammt frá Litlu Kaffistofunni, rétt fyrir klukkan sjö í morgun þegar ökumaður missti stjórn á fólksbifreið sinni í slabbi og fór útaf.

Tveir voru í bílnum og voru þeir fluttir til Reykjavíkur til aðhlynningar en ekki var talið að meiðsli þeirra væru alvarleg. Bíllinn er óökufær eftir slysið.

Fyrri greinFyrsta stig Selfoss
Næsta greinUpplestur og tónlist í Listasafninu