Foráttuveður undir Eyjafjöllum

Hluti af hlöðuþaki fauk í nótt í Holti undir Eyjafjöllum. Foráttuveður er undir Fjöllunum og hviður yfir 40 m/sek.

Á mbl.is er haft eftir sr. Halldóri Gunnarssyni, sókarpresti í Holti, að gengið hafi á með miklum byljum þar frá því í nótt en vindstrengur kemur úr svonefndu Holtsárgili. Þess á milli lægir.

Halldór hélt að veðrið væri einna verst í kringum Holt en heldur væri farið að lægja. Hann sagðist hafa notað dráttarvél til að halda þakplötunum niðri.

Fyrri greinEngin kennsla í FSu
Næsta greinGríðarhvasst við Landeyjahöfn