Foreldrafélag leikskólanna styður kjarabaráttu kennara

Leikskólinn Óskaland í Hveragerði. Ljósmynd/Hveragerðisbær

Stjórn foreldrafélags leikskólanna í Hveragerði lýsir yfir fullum stuðning við kjara- og réttindabaráttu kennara. Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að nauðsynlegt sé að klára ferlið við virðismat á störfum stéttarinnar og að viðsemjendur standi við gefin loforð.

Verkfall hófst á leikskólanum Óskalandi síðastliðinn mánudag en kennarar á Undralandi eru ekki í verkfalli.

„Nú er helmingur barna á leikskólaaldri í Hveragerði heima hjá sér vegna verkfalls en hinn helmingurinn fær að sækja leikskóla. Það eru réttindi barna að fá að stunda nám,“ segir í yfirlýsingunni en með henni vill stjórn foreldrafélagsins þrýsta á ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga að sjá mikilvægi og verðmæti kennara og semja við Kennarasamband Íslands.

Fyrri greinUppfært í rauða viðvörun
Næsta greinRúta fór útaf á Hellisheiði