Foreldrafélagið gaf leikskólunum peningagjöf

Foreldrafélag leikskólanna í Hveragerði færði leikskólunum í Hveragerði peningagjöf sem nam 1.000 kr. fyrir hvert barn í leikskólunum, samtals 133.000 kr. í desember síðastliðnum.

Við það tækifæri var þessi mynd tekin en á henni sjást Birna Marín og Rakel Björk nemendur á Óskalandi og Undralandi færa leikskólastjórunum Gunnvöru og Sesselju gjafabréf.

Með á myndinni eru Sandra og Ágústa Þórhildur fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins. Er það von foreldrafélagsins að gjöfin muni nýtast vel á leikskólunum.

Fyrri greinBjarki Már í Selfoss
Næsta greinSkrifstofa Skaftárhrepps opnar á nýjum stað