Það var mikill hugur í veiðimönnum sem á bökkum Ölfusár við Selfoss í morgun, þegar laxveiðisumarið hófst í ánni.
Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, tók fyrsta kastið í morgun undir leiðsögn Guðmundar Maríasar Jensson, formanns Stangaveiðifélags Selfoss.
Það var svo Guðmundur sem landaði fyrsta laxi sumarsins kl. 8:20 eftir tuttugu mínútna viðureign og var það glæsilegur 83 sm hængur.
Að sögn staðkunnugra lítur vel út á þessum fallega degi og veiðimenn eru bjartsýnir á sumarið.