Formennirnir í Hljómlistarfélagi Hveragerðis afhentu á laugardag söfnunarfé fyrir lagið „Heim fyrir jól“ sem þeir tóku upp og gáfu til stuðnings þriggja Hvergerðinga sem glímt hafa við alvarleg veikindi.
Þeir sem vildu eignast lagið lögðu að lágmarki 500 krónur inn á reikning Hljómlistarfélagsins og gekk söfnunin mjög vel.
Allur ágóðinn rann til Viktoríu Sifjar Kristinsdóttur, Thelmu Dísar Friðriksdóttur og Viktoríu Sólar Jónsdóttur og fengu þær afhentar fimmtíu þúsund krónur hver.
„Við vonum að þessar krónur nýtist enda er það alkunna hvað það getur verið kostnaðarsamt að glíma við alvarleg veikindi,“ sagði Páll Sveinsson, einn formanna félagsins, í samtali við sunnlenska.is.