Næstkomandi laugardag, þann 30. mars kl. 11:30 til 13:30, verður námskeið í forritun fyrir 10-12 ára börn á Bókasafni Árborgar á Selfossi.
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Skema og í þetta sinn verður boðið upp á framhaldsnámskeið í forritun með Scratch.
Þátttakendur munu læra áframhaldandi forritun með Scratch sem er gífurlega byrjendavænt kubbaforritunarmál hannað til þess að kenna öllum grunnhugtök forritunar. Í Scratch eru almennar forritunaraðgerðir kenndar með kubbum sem notandinn smellir saman líkt og LEGO til þess að búa til forrit.
Börn á aldrinum 10-12 ára eru hjartanlega velkomin. Ekki er skilyrði fyrir þátttöku að hafa verið á fyrri námskeiðum í forritun og það sem er allrabest er að þetta kostar ekki krónu!