„Þetta er mjög aðkallandi verkefni,“ segir Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps, en sveitarstjórn hefur sent forsætisráðuneytinu bréf þar sem hvatt er til brýnna úrbóta við ágangi Hverfisfljóts og Brunnár í Fljótshverfinu austan Kirkjubæjarklausturs.
Gríðarleg aukning hefur orðið á leir- og eðjuframburði í ánum af völdum gossins í Grímsvötnum. Heimamenn óttast að árnar geti fljótlega flætt yfir land á bæjunum Maríubakka og Hvoli, einkanlega á Hvoli þar sem árnar koma saman beint fyrir framan bæjarstæðið. „Eins og þetta er núna stendur áin tveimur metrum hærra en gólfplatan á gistiheimilinu á Hvoli,“ segir Eygló.
Árnar hafa eins og aðrar ár á þessu svæði alla tíð hlaðið undir sig og árfarvegur getur breyst. Hinsvegar hefur aukningin á framburðinum verið slík að illa horfir. Í brefi sínu til stjórnvalda er gert greint fyrir greinargerð sem Landgræðslan gerði vegna flóðahættunnar og
hvernig bregðast mætti við, t.a.m. með öflugum varnargörðum. „Við höfum því miður ekki fengin nein viðbrögð,“ segir Eygló.