Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reed heimsóttu Selfoss í dag og kynntu sér áform um uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tók á móti forsetahjónunum og Leó Árnason, hjá Þróunarfélaginu Sigtúni, fór síðan yfir framkvæmdir sem hafnar eru og þær sem eru í vændum. Stefnt er að því að fyrsta áfanga verksins verði lokið á næsta ári.
Að kynningu lokinni sátu forsetahjón hádegisverð í Tryggvaskála ásamt forystusveit bæjarfélagsins og öðrum sem láta sig uppbygginguna varða.
Frá þessu er greint á vef forsetaembættisins.