Forsetinn heimsótti Skaftárhrepp

Guðni forseti og Katrín Gunnarsdóttir, skólastjóri, við komuna í Kirkjubæjarskóla í gær. Ljósmynd/forseti.is

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, fór í opinbera heimsókn í Skaftárhrepp í gær. Þar átti hann meðal annars fund með nýkjörinni sveitarstjórn og sótti svo með henni málstofu um sóknarfæri Skaftárhrepps sem haldin var í Kirkjubæjarstofu.

Forsetinn fór víða, heimsótti hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla, leikskólann Kærabæ og Kirkjubæjarskóla, auk þess sem hann kom við á heilsugæslustöðinni, Hótel Laka og í fiskeldisstöð Klausturbleikju.

Í lok heimsóknarinnar bauð sveitarfélagið til samkomu í félagsheimilinu Kirkjuhvoli en þar var hátíðardagskrá í tengslum við 50 ára afmæli Kirkjubæjarskóla.

Fyrri greinDanska landsliðið fær verðuga keppni
Næsta greinUnglingalandsmót skilar miklu til samfélagsins