Forsetinn sendi Hvergerðingum kveðju

Hamarshöllin fauk í óveðri í febrúar 2022. Ljósmynd/Friðrik Sigurbjörnsson

Hvergerðingum hafa borist góðar kveðjur víða að eftir að Hamarshöllin féll saman í ofsaveðri í byrjun vikunnar. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri, segir það yndislega tilfinningu að finna að þegar á bjátar eru allir viljugir til að leggja hönd á plóg og aðstoða eftir megni.

Einn af þeim sem sendi Hvergerðingum kveðju er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Kveðja Guðna er svohljóðandi:

Þau ótíðindi urðu í nótt að Hamarshöllin eyðilagðist í fárviðrinu sem gekk yfir landið. Ég hef sent stjórn Hamars, iðkendum og öðrum í félaginu stuðningskveðjur. Þetta er að sjálfsögðu mikill skellur fyrir allt íþróttastarf í Hveragerði.

Ég á góðar minningar frá íþróttamótum með ungviðinu í þessu notalega íþróttahúsi. Vonandi mun takast að bæta skaðann fljótt og vel þannig að Hveragerðingar geti áfram notið hollrar hreyfingar í leik og keppni, ungir sem aldnir.

Með góðri kveðju
Guðni Th. Jóhannesson

Fyrri greinAppelsínugul viðvörun á Suðurlandi
Næsta greinÞriðja tap Selfoss í Lengjunni