Stúlkurnar þrjár sem voru hætt komnar á Þingvallavatni síðastliðinn föstudagsmorgun fóru út á vatnið á uppblásinni sundlaug.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.
Atvikið átti sér stað snemma morguns og var mikill viðbúnaður vegna þess en allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út, ásamt sveitum af höfuðborgarsvæðinu, sjúkraflutningamönnum frá Suðurlandi og Reykjavík og þyrlu Landhelgissgæslunnar ásamt lögreglu.
Stúlkurnar komust í land af sjálfsdáðum og hlutu aðhlynningu hjá sjúkraflutningamönnum. Þær voru blautar og mjög kaldar, með væga ofkælingu. Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að barnaverndaryfirvöld og foreldrar voru látnir vita af málinu og farsælum lyktum þess.