Aðfaranótt föstudagsins 30. janúar braust hópur fólks inn í sundlaugina á Stokkseyri og nýtti sér sundlaugaraðstöðuna næturlangt.
Eitthvað hefur gleðskapurinn verið mikill því talsvert var að fötum og munum á sundlaugarsvæðinu á föstudagsmorgninum þegar starfsfólk mætti til vinnu.
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og hefur fengið upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem eru í sundlauginni.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu Árborg er það ítrekað að mjög hættulegt getur verið að fara inn á sundlaugarsvæði að næturlagi og lítið sem má út af bregða svo alvarleg slys eigi sér ekki stað, svo ekki sé minnst á ef áfengi eða önnur vímuefni eru höfð um hönd.
Öll innbrot inn á sundlaugarsvæðin eru tilkynnt til lögreglu sem fær upptökur úr eftirlitsmyndavélum.