Nóttin var róleg hjá Selfosslöggunni í nótt en tveir ökumenn hafa verið staðnir að ölvunarakstri við Selfoss í morgun.
Að sögn varðstjóra fóru þessir tveir líklega of snemma af stað eftir drykkju næturinnar.
Lögreglan á Hvolsvelli hefur verið í Landeyjahöfn frá því klukkan tvö í nótt þegar fyrstu gestir Þjóðhátíðar sneru til baka. Þar gefst fólki kostur á að blása í áfengismæli áður en ekið er af stað. Fólk er vinsamlegast beðið um að gera slíkt gangandi en ekki á bílnum, enda er allur akstur undir áhrifum áfengis bannaður með lögum.