Fimm frambjóðendur sækjast eftir 1. sætinu í forvali Vinstri grænna í Suðurkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september næstkomandi.
Forvalið hófst á miðnætti og lýkur klukkan 17.00 á mánudag. Verið er að kjósa frambjóðendur í fimm efstu sætin á lista hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi.
Almar Sigurðsson, ferðaþjónustubóndi, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður, Hólmfríður Árnadóttir, menntunarfræðingur og skólastjóri, Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður og Róbert Marshall, leiðsögumaður sækjast öll eftir fyrsta sætinu.
Þá eru líka í framboði Sigrún Birna Steinarsdóttir, háskólanemi, Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Niðurstöður kosningarinnar verða kynntar á mánudagskvöld.