Á hverri aðventu heimsækir forvarnardeild Brunavarna Árnessýslu 3. bekkinga í grunnskólum Árnessýslu í tengslum við eldvarnaátak Landsambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Eldvarnabandalagsins.
Vegna COVID-19 var ákveðið að hafa þessar heimsóknir í ár rafrænar og boðaði forvarnardeildin bekkina á Teams fundi til að fara yfir efnið.
„Tveir fundir eru búnir og einn eftir og hafa þeir tekist vel til að okkar mati. Það er okkar reynsla að fræðsla sem þessi skili sér beint inn á heimilin og vonum að þrátt fyrir breytt fyrirkomulag verði það einnig raunin í ár,“ segir í frétt frá Brunavörnum Árnessýslu.
Auk fræðslunnar fengu allir 3. bekkingar sundpoka með fræðsluefni og fleiri glaðningum og allir skólar fengu afhent endurskinsmerki fyrir nemendur sína.