Á föstudag lítur út fyrir hæga norðlæga átt og gæti orðið vart við gosmengun suður og suðvestur af upptökunum, allt frá Þorlákshöfn í vestri að Skaftafelli í austri.
Í dag, fimmtudag, voru loftgæðin sæmileg á Suðurlandi, lengst af degi en um kl. 15 mældist hæsta gildið á mælistöðinni á Leirubakka rétt yfir 600 µg/m3 (míkrógrömm á rúmmetra). Skömmu síðar var hæsti toppurinn á mælistöðinni í Hveragerði rúmlega 400 µg/m3.
Hægt er að fylgjast með mæli á Leirubakka í Landssveit hér og mælinum í Hveragerði hér.
Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum má finna hér á vef Landlæknis.