Nokkuð hefur verið um annir hjá þeim björgunarsveitarhópum sem manna hálendisvakt björgunarsveita þessa dagana og töluvert um slys og minnni háttar óhöpp.
Á þriðja tímanum í dag var tilkynnt um slasaðan göngumann á Laugaveginum, sunnan við Hrafntinnusker. Björgunarfólk er nú komið að manninum, búið er að hlúa að honum og setja á börur.
Bera þarf manninn um fjögurra kílómetra leið að jeppa og aka honum svo á móts við sjúkrabifreið sem flytur hann á sjúkrahús en maðurinn er líklega fótbrotinn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.