Fótbrotnaði í árekstri við reiðhjól

Sjö ára gamall drengur fótbrotnaði er ungur drengur á reiðhjóli lenti á honum á gangstétt á mótum Fossvegar og Lækjarbakka á Selfossi á laugardag.

Atvikið átti sér stað eftir klukkan þrjú á laugardaginn en sá sem var á hjólinu hélt ferð sinni áfram og ekki er vitað hver hann er.

Lögreglan biður þá sem vitni voru að atvikinu eða geta veitt upplýsingar um það að hafa samband í síma 480 1010.
Í dagbók Selfosslögreglunnar má einnig lesa um hross sem losnaði úr girðingu og komst inn á Votmúlaveg. Þar lenti það utan í bifreið sem þar var á ferð.

Tjón varð á bifreiðinni, hliðarspegill og rúða brotnuðu en ekki tókst að ná hrossinu til að kanna hvort það hafi meiðst.

Fyrri greinStálu nuddpotti úr sumarbústað
Næsta greinMalla og sveppir haldlagðir