Fótbrotnaði ölvaður á óskráðu hjóli

Maður féll af vélhjóli á Hvolsvelli seint á laugardagskvöld og fótbrotnaði.

Vélhjólið var án skráninganúmera, ótryggt og fannst ekki á skrá. Ökumaður er grunaður um ölvun.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Þar segir einnig frá vélsleðaslysi á Mýrdalsjökli á fimmtudag þar sem maður fótbrotnaði er hann féll af sleða.

Keppandi á mótorkrossmóti á Selfossi féll af hjóli sínu í stökki í keppnisbraut. Hann vankaðist og fann til eymsla í öxl. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Talið var að hann hefði viðbeinsbrotnað.

Fyrri greinÞefaði uppi kannabis í púströri
Næsta greinHeilsudjamm á Flúðum