Björgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi eru nú að koma konu til aðstoðar sem fótbrotnaði á Vondugiljaaurum við Landmannalaugar.
Hálendisvakt björgunarsveitanna í Landmannalaugum er komin að konunni og er beðið eftir liðsauka þar sem um böruburð talsverða vegalengd gæti verið að ræða.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.
Þá greinir Mbl.is frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í dag fjögurra mánaða gamalt barn sem hafði brennst á heitu vatni í Þjórsárdal. Barnið var flutt til aðhlynningar á Landspítalann í Fossvogi.