Fræðslunet Suðurlands og Rangárþing eystra undirrituðu í dag húsaleigusamning vegna nýrrar starfsstöðvar Fræðslunetsins á Hvolsvelli.
Um er að ræða skrifstofu, fullbúna kennslustofu með fjarfundabúnaði og hlutdeild í sameiginlegu rými Tónlistarskóla Rangæinga og Hvolsskóla.
Höfuðstöðvar Fræðslunetsins eru í Iðu á Selfossi en fræðslunet Suðurlands opnar nýju starfsstöðina í Hvolsskóla í haust. Áætlað er að starfsemin hefjist 1. september.
Starfsemi Fræðslunetsins hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og tengist ýmiskonar námskeiðahaldi og fræðslustarfsemi fyrir fullorðna. Verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu mun starfa á Hvolsvelli að hluta eftir að starfstöðin hefur verið virkjuð.