Jólagarðurinn í Árborg opnaði í dag í bæjargarðinum á Selfossi. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og ljósin voru kveikt á bæjarjólatrénu.
Mikill fjöldi var í miðbænum við þetta tilefni en bæjarjólatréð er nú á nýjum stað, í miðjum jólagarðinum og umhverfis það eru söluskúrar þar sem kaupa má fjölbreytt handverk og veitingar.
Karlakór Selfoss steig á stokk áður en sveinarnir renndu í hlað og skemmtu ungum sem öldnum. Að því loknu skemmtu Magnús Kjartan og Daníel Haukur.
Jólagarðurinn verður opinn fimmtudag til laugardags um næstu helgi og síðan 22. og 23. desember.
Jólagarðurinn á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl