Frábær veiði í Tungufljóti

Veiðiréttarhafar í Tungufljóti segja frábæra veiði í ánni og þar eru laxasvæðin full af fiski.

Ekki eru komnar inn veiðitölur fyrir Tungufljót í þessari viku en síðustu dagar hafa verið góðir og stefnir í metveiði í ánni. Tungufljót gaf 1.176 laxa í fyrra.

Í Rangánum eru 526 laxar eru komnir upp úr Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár. Veiðin er að lifna þar og eru nú að koma 40-50 laxar á dag úr ánni. Þá er veiði að glæðast á efri svæðunum sem hafa lítið gefið hingað til.

Eystri-Rangá kemur skammt á eftir ytri ánni með 461 lax.

Þá hefur mjög góð veiði verið í Ölfusá síðustu daga en þar eru 147 laxar komnir á land.

Fyrri greinMjúkar ástir og harðar í Skálholti
Næsta greinFimm milljónir í öskuhreinsun