Frábærar loftmyndir af blómlegu torgi

Nýja blómaskreytingin á Tryggvatorgi á Selfossi hefur vakið mikla athygli. Hún nýtur sín þó best séð úr lofti en skreytingin á torginu myndar Landsmótsmerki UMFÍ.

Torgið var skreytt í tilefni af Unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Selfossi um verslunarmannahelgina en verkefnið er samvinnuverkefni Sveitarfélagsins Árborgar, Félags blómaskreyta og Blómavals.

Sveitarfélagið bauð blómaskreytunum að gera eitthvað skemmtilegt við hringtorgið og Þóra S. Jónsdóttir fékk þær Sunnevu Guðmundsdóttur og Heiðu Björnsdóttur í lið með sér.

Þær hönnuðu skreytinguna og plöntuðu u.þ.b. sjöhundruð plöntum í torgið, m.a. silfurkambi, tóbakshornum, flauelisblómum og eini en Blómaval gaf allar plönturnar og eru þær ræktaðar í Hveragerði.

Til að kóróna verkið var Jón Þórisson, vélsmiður, í Hveragerði fenginn til að smíða íþróttamenn úr járni sem skreyta Tryggvatorg og fleiri torg í bænum.

Skreytingin nýtur sín mjög vel úr lofti og þessar frábæru myndir sem fylgja fréttinni fékk sunnlenska.is sendar frá Þóri Tryggvasyni, flugljósmyndara.

selfoss_hringtorg_2012toti_499673246.jpg

selfoss_Hringtorg3_2012toti_633295616.jpg
Landsmótsmerkið sést þó varla utan úr geimnum. sunnlenska.is/Þórir Tryggvason

Fyrri greinÆgir tapaði dýrmætum stigum
Næsta grein„Göngum bjartsýnir til þessa leiks“