Í gær voru jólatónleikar Tónslistarskóla Rangæinga haldnir í menningarsalnum á Hellu, þetta voru seinni tónleikar tónlistarskólans en fyrri tónleikarnir voru haldnir í fyrradag á Hvolsvelli.
Tónleikarnir voru frábærir og virkilega gaman að sjá það mikla og öfluga starf sem þar fer fram.
Tónlistarskóli Rangæinga er starfræktur í allri Rangárvallasýslu og kennir á Hvolsvelli, Hellu og Laugalandi. Nemendur eru um 250 og starfið virkilega öflugt.
Það verður spennandi að fylgjast með öllum þessu ungu og efnilegu tónlistarmönnum í framtíðinni.