Frábær stemning á þrettándagleði

Í kvöld var síðasta tækifærið til þess að fara yfir málin með jólasveinunum og nýttu sér það margir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar og nærsveitungar kvöddu jólin með glæsilegri þrettándagleði í kvöld. Það viðraði vel til brennuhalds og flugeldasýningar enda var mikið fjölmenni á svæðinu.

Farin var fjölmenn blysför frá Tryggvaskála að brennustæði við tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt var í þrettándabálkesti. Björgunarfélag Árborgar ásamt Ungmennafélagi Selfoss sáu svo um glæsilega flugeldasýningu af Fjallinu eina.

Bræðurnir þrettán úr Ingólfsfjalli voru að sjálfsögðu á svæðinu ásamt tröllum og öðru hyski úr fjallinu og kvöddu þeir krakkana á Selfossi áður en haldið var til fjalla.

Fagmenn í fararbroddi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Grýla, Leppalúði og börnin þeirra virtust meinlaus úr fjarlægð. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Veðrið lék við fólk og sveina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Mikill mannfjöldi var samankominn við brennuna. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Jólin kvödd á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Fyrri greinHamar vann toppslaginn
Næsta greinHöskuldur og Björn HSK-meistarar í tvímenningi