Kosta þarf til rúmlega 22 milljónum króna til að koma Björgunarmiðstöðinni á Selfossi í það horf sem leigjendur telja boðlegt og til samræmis við leigusamning.
Kostnaðaráætlun vegna þessa hefur verið kynnt eiganda hússins, Sveitarfélaginu Árborg, sem nú þegar hefur kostað tugum milljóna meira í húsið en áætlað var við kaupin á því haustið 2009.
„Við munum ráðast í okkar eigið mat á þessu,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar, í samtali við Sunnlenska.
Vígsla Björgunarmiðstöðvarinnar fer fram síðdegis í dag, föstudag.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.